Hvað er Kretakotta®?

KRETAKOTTA® vörurnar eru úr jarðleir með "lifandi“ yfirborði sem veðrast og þroskast, og verður fallegra með tímanum.  KRETAKOTTA® aflar sjálft hráefnis til framleiðslunnar með námuvinnslu og eigin verkun á jarðleirnum. Það ásamt áratuga reynslu af keramikvinnslu tryggir einstök gæði framleiðslunnar.  Vörurnar eru framleiddar úr fyrsta flokks jarðleir án nokkurra aukaefna og innihalda enga umhverfisspillandi þungmálma.

Það sem tryggir gæði KRETAKOTTA® er að auk þess að nota fyrsta flokks hráefni við framleiðsluna tryggja gasofnar brennslu við nákvæmara, jafnara og hærra hitastig. Pottarnir eru frostþolnir og hafa reynst betur en steinleirspottar vegna þess að þeir anda. Það tryggir góða veðrun og að rótarkerfi plantnanna fá nægjanlegt súrefni.

KRETAKOTTA® er nýjung á Íslandi en hefur verið á boðstólum á hinum norðurlöndunum frá 2012. Þar hafa vörurnar notið síaukinna vinsælda og verið notaðar í einkagörðum, hjá fyrirtækjum, við opinberar byggingar og í almenningsgörðum.  Vörurnar hafa reynst endingargóðar og með réttri meðhöndlun þolað vel skandinavískt veðurfar sem m.a. einkennist af frosthörkum.