Undirbúningur & umhirða

Frostþol og afbrigði
KRETAKOTTA® pottarnir eru frostþolnir og þar sem þeir eru afrakstur háþróaðs handverks fær hvert eintak sitt sérstaka útlit. Sú staðreynd að pottarnir eru ekki steyptir í mótum gerir það að verkum að minniháttar frávik verða bæði hvað varðar lögun þeirra og stærð.


Frárennsli
Flestir KRETAKOTTA® pottar eru með frárennslisgati. Mælt er með að setja trefjadúk eða dagblað í botninn og svo nokkra sentimetra af vikri ofan á. Trefjadúkurinn kemur í veg fyrir að vikurinn stífli frárennslisgatið. Trefjadúkur er einnig notaður á milli vikurs og jarðvegs svo jarðvegurinn blandist ekki saman við vikurinn. Tilgangurinn með því að hafa lag af vikri í botni pottanna er að búa til rými neðst þar sem umfram vatn getur safnast saman (og runnið út í gegnum frárennslisgatið). Þá er rótarkerfið aldrei blautt og í hættu á að rotna. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar plönturnar eru í hvíld yfir veturinn.